Margt verður um að vera í þessari viku!
Austfjarðarprestakall
Djúpavogskrikja
Íþróttaskóli- og sunnudagaskóli verður laugardaginn 26. september kl.11-12.30 í íþróttamiðstöð Djúpavogs.
Stundin verður haldin í íþróttamiðstöðinni, ætlað krökkum í leikskólanum Bjarkatúni.
Þetta er samstarfsverkefni Ungmennafélagsins Neista, foreldrafélags Bjarkatúns og Djúpavogskirkju.
Þrautabrautir og leikur í upphafi, í lokin lesin saga, sungið o.s.frv.
Eskifjarðarkirkja
- september – Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00
Fáskrúðsfjarðarkirkja
Upphaf vetrarstarfsins:
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 13. Bjóðum sunnudagaskólabörnin velkomin.
Væntanleg fermingarbörn og fjölskyldur boðuð sértaklega. Eftir guðsþjónustu verður stuttur fundur um fermingarundirbúning vetrarins.
Létt og skemmtileg samvera. Verið velkomin.
Reyðarfjarðarkirkja.
Sunnudagur 27. september.
Fjölskyldumessa kl. 11.00.
Sunnudagaskólinn hefur göngu sína að nýju.
Ný fermingarbörn boðin sérstaklega velkomin og foreldrar þeirra.
Formleg skráning í fermingarfræðslu vetrarins verður eftir stundina.
Djús, dund og kaffiveitingar
Erla Björk Jónsdóttir þjónar ásamt ungleiðtogum kirkjunnar.
Organisti: Gillian Haworth
Kór Reyðarfjarðarkirkju syngur.
Egilsstaðaprestakall
Egilsstaðakirkja
Sunnudagaskóli alla sunnudaga kl. 10:30. Söngur, sögur og fræðsla. Djús og dund í lok hverrar stundar. Verið velkomin.
Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4
Foreldramorgnar alla miðvikudaga kl. 9-12.
Kirkjuselið Fellabæ
Opið hús alla miðvikudaga kl. 13-15. Spjall og kaffi í góðum félagsskap. Allir velkomnir.
Seyðisfjarðarkirkja
Sunnudagur 27. september
11:00 Sunnudagaskóli. Berglind Hönnudóttir ásamt fermingarbörnum. Kirkjubrúður, söngur, biblíusaga.
Kl. 20. Regnbogamessa í samstarfi við Hinseigin Austurland. Jódís Skúladóttir, formaður flytur hugvekju. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir söng. Rusa Petriashvili stýrir og leikur á píanó.
Hofsprestakall
Vopnafjarðarkirja
Messa í Vopnafjarðarkirkju sunnudaginn 27. september kl. 11.
Kór Vopnafjarðar- og Hofskirkju syngur undir stjórn Stephen Yates.