Mikil podcast menning hefur sest í sessi hjá Íslendingum og lætur kirkjan ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Prestarnir Sr. Dagur Fannar Magnússon og Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson hafa haldið úti podcastinu Kirkjucastið þar sem að þeir tala um málefni tengd kristinni trú og kirkjunni almennt.

 

Nú í dag fer af stað séría 2 í podcastinu og málefni dagsins er syndinn, og er hann í beinni útsendingu á facebooksíðu þáttarins 5. nóvember kl 13.00.

Sería tvö mun einblýna á trúfræðileg hugtök og að útskýra þau fyrir hinum almenna leikmanni.

Facebook síða podcastsins

 

Fyrri sería er aðgengileg inn á öllum helstu podcast veitum.