Norðfjarðarkirkja Sjómannadagur 2. júní 
Kl. 14:00 Hátíðarmessa og heiðrun sjómanna.
Sr. Bryndís Böðvarsdóttir þjónar.
Kór Norðfjarðarkirkju syngur undir stjórn Kaido Tani organista.
Andir Snær flytur harmonikkutóna.
Að messu lokinni verður lagður blómsveigur að minningarreit um óþekkta sjómanninn.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Bakkagerðissókn
Guðsþjónusta við höfnina á Borgarfirði á sjómannadaginn, 2. júní kl. 11.00. Prestur Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Bakkasystur syngja. (Ef veður reynist óhagstætt messum við í Bakkagerðiskirkju.)
Áskirkja í Fellum Fermingarguðsþjónusta sunnudaginn 2. júní, kl. 11.  Kristín prestur og Bersteinn meðhjálpari þjóna, Drífa Sig og kórinn leiða safnaðarsöng. Allir velkomnir!
Seyðisfjarðarkirkja. Guðsþjónusta á sjómannadaginn 2. júní kl. 20.00.
Sveinbjörn Orri Jóhannsson flytur hátíðarræðu. Kórinn undir stjórn Hlínar Pétursdóttur Behrens leiðir okkur í dásasmlegum sjómannasálmum og kvöldsálmum. Fermingarbörnin ætla að aðstoða ásamt leiðtogaefnum sem útskrifast úr leiðtogaskólanum.11:00 –
 
Eskifjarðarkirkja Hátíðarmessa á sjómannadag.
séra Benjamín Hrafn Böðvarsson þjónar fyrir altari.
Karlakórinn Glaður syngur undir stjórn Kaido Tani.
Sjómenn lesa ritningarlestur.
Andri Snær flytur harmonikkutóna.
Eftir messuna verður athöfn við minnisvarðann um drukknaða sjómenn og sjómaður heiðraður.