Berufjarðarkirkja:

Sunnudaginn 8. september kl. 14.00 verður messa í Beruneskirkju í tilefni 150 ára afmæli.  Sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum prédikar. Eftir athöfnina verður veislukaffi og góðgjörðir í boði sóknarnefndar.

 

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagur 8. september:

Í tilefni af 50 ára afmæli Egilsstaðakirkju í ár hefjum við vetrarstarfið með AFMÆLISHÁTÍÐ BARNANNA á sunnudag kl. 10:30 í boði Lionsklúbbsins Múla.
Sérstakur gestur verður Einar Aron töframaður og eigum við í vændum skemmtilega töfrasýningu fyrir unga sem aldna! Mikill söngur, gleði og góður boðskapur!
Hátíðin markar jafnframt upphaf sunnudagaskólans í Egilsstaðakirkju vetur sem verður að vanda alla sunnudaga kl. 10:30. Afmæliskaka og pylsur fyrir alla í lokin!
Verið velkomin!

10. september – Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga

Minningarstund í Egilsstaðakirkju kl. 20:00 á þriðjudagskvöld
Við minnumst þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi í tali, tónum og kertaljósum.
Austurlandsprófastsdæmi og Píeta-samtökin