Hið vinsæla meðvirkninámskeið, sem um árabil var haldið í Skálholti, verður nú í boði fyrir Austfirðinga dagana 17.-21. október 2024 í Kirkjumiðstöð Austurlands við Eiðavatn.

Námskeiðið er hannað með það að markmiði að veita þátttakendum tı́ma, næði og tækifæri til að öðlast dýpri innsýn ı́ eigin tilfinningar og reynslu. Áhersla er lögð á sjálfsvinnu og innri vöxt, þar sem
þátttakendur vinna með og læra að þekkja einkenni meðvirkni, auka skilning sinn á sjálfum sér og
bæta vellı́ðan.

Dagskrá námskeiðsins má sjá hér.
Umsjón með námskeiðinu hafa:

  • Sr. Anna Sigrı́ður Pálsdóttir sem hefur starfað um árabil við fjölskylduráðgjöf og handleiðslu
    ásamt preststörfum ı́ Grafarvogskirkju og Dómkirkjunni ı́ Reykjavı́k.
  • Hafdı́s Þorsteinsdóttir fjölskyldu- og félagsráðgjafi, eigandi samskipta- og ráðgjafastofunnar
    Leitum leiða.
  • Skráning: leitumleida@leitumleida.is
  • Nánari upplýsingar:
  • anna.sigridur@simnet.is S: 861 7201
  • hafdis@leitumleida.is S: 857 7575
  • Námskeiðsgjald með fæði og gistingu í 5 daga (4 nætur) er 150.000 kr.
    Staðfestingargjald 50.000 kr. (óendurkræft).
    Námskeiðið hefst kl. 10 á fimmtudegi og lýkur kl. 14 á mánudegi.
    Hámarksfjöldi þátttakenda er 16 manns.
  • Innifalið er fræðsla, hópavinna og einstaklingsviðtöl og eftirfylgnihópar einu sinni ı́ viku ı́ fjórar vikur á Netinu að námskeiði loknu. Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá flestum stéttarfélögum.