Biskup Íslands verður með skrifstofu á Austurlandi í lok þessarar viku og komandi helgi.
Hægt er að bóka viðtalstíma föstudaginn n.k. milli 10:00 og 15:00 á biskup@kirkjan.is.
Laugardaginn 19. október býður biskup svo til opins súpufundar í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju milli 12:00 og 14:00.
Skrifstofa biskups verður nokkra daga á ári í hverjum landshluta og er það liður í því að efla tengsl innan kirkjunnar og stytta boðleiðir milli kirkjufólks vítt og breitt um landið og biskups.