Kórastarf er hjartað í hverri kirkju og á kirkjudögum í Lindakirkju í lok ágúst voru kórsöngvarar heiðraðir fyrir sín störf.
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir veitti Liljuna – tónlistarverðlaun þjóðkirkjunnar þeim kórfélögum sem sungið höfðu í 30 ár eða lengur í kirkjukórum. Fjölmenni var við þá hátíðlegu athöfn, en kórfólkið héðan að austan komust ekki öll til að vera viðstödd.
Það var því boðað til Lilju-messu í Egilsstaðakirkju 10. nóvember sl. Og þar var Liljan afhent til kórfélögum úr Egilsstaðaprestakalli, þ.e. nöfn allra handhafa lesin upp og þau sem ekki höfðu veitt viðtöku Lilju-skjali sínu í Lindakirkju fengu það afhent.
Mikill fjöldi kórafólks af Héraði, Seyðisfirði og Borgarfirði mætti til messu og tók þátt í samkór kirkjukóranna í prestakallinu.