Nú er Live landsmót ÆSKÞ í gangi.
Í ár er landsmótið einungis á netinu þar sem samkomutakmarkanir hafa töluverð áhrif á starf ÆSKÞ sem og allt barna og æskulýðsstarf á landinu. Það er mikilvægt á tímum samkomutakmarkana að við séum til staðar fyrir náungann annað hvort í eigin persónu eða í gegnum netið.
Okkur hjá ÆSKÞ langar að bjóða öllum sem vilja að koma og leika aðeins með okkur í leiknum Goosechase. Leikurinn verður opinn til kl 16:00 og snýst um að leysa ýmiskonar verkefni í gegnum app í símanum

Þetta er því gleðidagur því nú mun Live landsmót fara fram. Við hlökkum til að eiga ánægjulega stund með ykkur öllum í gegnum netið! Margir krakkar af austurlandi eru nú þegar að taka þátt!

Við vonum að þið eigið eftir að hafa gaman af þessu framtaki.

Til þess að taka þátt þurfið þið að vera skráð á mótið, ef þið hafið ekki fengið link. Endilega sendið okkur tölvupóst á skraning@aeskth.is og tilgreinið nafn og æskulýðsfélag. Hér er svo linkur fyrir þá sem eru skráðir: https://us02web.zoom.us/j/88628324275

Annars verður mótið einnig í beinni útsendingu á Facebooksíðu ÆSKÞ.