Egilsstaðakirkja
Sunnudagurinn 3. júlí: Útimessa í Selskógi kl. 10:30 – Organisti kvaddur:
Árleg guðsþjónusta í útileikhúsinu í Selskógi á Egilsstöðum. Torvald Gjerde leikur á harmoniku undir almennum söng og prestar Egilsstaðaprestakalls þjóna. Þetta verður síðasta guðsþjónusta Torvalds sem organisti Egilsstaðakirkju eftir yfir 20 ára starf og verður hans framlag þakkað sérstaklega við þetta tilefni. Veitingar í skóginum að messu lokinni. Verið velkomin!
Áskirkja í Fellum
Sunnudagurinn 3. júlí: Messa kl. 14:00 – Innsetning prests
Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prófastur á Austurlandi, setur sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur inn í embætti prests í Egilsstaðaprestakalli með sérstakar skyldur við Ássókn. Sr. Kristín Þórunn predikar og þjónar fyrir altari ásamt prófasti, sr. Þorgeiri Arasyni sóknarpresti og sr. Árna Svani Daníelssyni, eiginmanni sínum. Kór Áskirkju syngur. Organisti: Jón Ólafur Sigurðsson. Meðhjálpari: Bergsteinn Brynjólfsson. Lesari: Kristófer Hilmar Brynjólfsson. Að messu lokinni býður sóknarnefnd Ássóknar í kaffisamsæti í Kirkjuselinu Fellabæ. Verið velkomin!