Seyðisfjarðarkirkja:
Sunnudagur 13. nóvember:
Sunnudagaskóli kl 11.
100 ára vígsluafmæli. Hátíðarmessa kl 14, Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum prédikar og lýsir blessun. Prestar prestakallins þjóna fyrir altari.
Orgelleikur og kórstjórn Jón Ólafur Sigurðsson og Rusa Petriashvili. Kór Seyðisfjarðarkirkju og Múlakvartettinn syngja og leiða almennan söng. Rusa Petriashvili syngur einsöng.
Meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson.
Kaffiveitingar Herðubreið að messu lokinni.
Nú fer fram söfnun fyrir hljóðkerfi í kirkjuna, tekið er á móti frjálsum framlögum á bankareikning; 0176 – 26 – 745, kennitala 560269-4209
Suðurfirðir:
Sorgarkaffi:
Djúpavogskirkja 10. nóvember kl. 20-21.30
Heydalakirkja 17. nóvember kl. 20-21.30
Stöðvarfjarðarkirkja 24. nóvember kl. 20-21.30
Fáskrúðsfjarðarkirkja 1. desember kl. 20-21.30
Styrkur og samfélag í sorginni. Sameiginlegar stundir á Suðurfjörðum þar sem fólk getur miðlað af reynslu sinni og sótt styrk til annarra.
Prestarnir Alfreð Örn og Jóna Kristín leiða samverustundirnar.
Norðfjarðarkirkja sunnudaginn 13. nóvember
Sunnudagaskóli kl. 11:00
Messa kl. 14:00
Verið hjartanlega velkomin!
Ássókn í Fellum:
Guðsþjónusta fyrir alla aldurshópa í Kirkjuselinu í Fellabæ, sunnudaginn 13. nóvember, kl. 11. Fermingarbörn aðstoða. Undirleikari er Hlín Pétursdóttir Behrens og prestur er Kristín Þórunn Tómasdóttir. Öll innilega velkomin!
Egilsstaðakirkja:
Sunnudagur 13. nóvember:
Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 10:30.
Guðsþjónusta á Dyngju kl. 17:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju.
(Áður auglýst messa í kirkjunni þennan dag fellur niður þar sem haldið verður upp á aldarafmæli Seyðisfjarðarkirkju með hátíðarmessu sama dag kl. 14:00 og Héraðsbúar hvattir til að fjölmenna þangað.)