Í tilefni af 100 ára vígsluafmæli kirkjunnar var hátíðarmessa þann 13. nóvember kl 14. Sr. Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum prédikaði og lýsti blessun. Prestar prestakallins þjónuðu fyrir altari. Það var framúrskarandi tónlistarflutningur. Orgelleik og kórstjórn skitpu þau Jón Ólafur Sigurðsson og Rusa Petriashvili á milli sin. Kór Seyðisfjarðarkirkju og Múlakvartettinn sungu og leiddu almennan söng. Rusa Petriashvili söng einsöng. Vigdís Klara Aradottir lék a klarinett, sem var sérstaklega hátíðlegt. Við þetta tækifæri var nýrri sálmabók Þjóðkirkjunnar veitt viðtaka með bæn og helgun.

Kirkjan var vígð 6. ágúst 1922. Fyrst stóð til að fagna aldarafmælinu með hátáíðarmessu þann 25. september sl. og frú Agnes var komin Austur til að þjóna með okkur í messunni og prédika. EN þá gerði aftaka verður. Hefur ekki verið jafn hvasst innanbæjar síðan mælingar hófust og við þurftum að aflýsa helgihaldi. En fram að því að stormurinn skall á – af fullum krafti strax vorum við jafnvel það  bjartsýn að halda að við gætum messað.

Fljotlega var farið í að finna dagsetningu og 13. nóvember varð fyrir valinu. Svo nýr vígslubiskup á Hólum, sr. Gísli Gunnarsson koma og prédikaði og lysti blessun. Faðir hans er að hluta til alinn upp á Seyðisfirði svo hann tók strax vel í að koma og flutti mjög góða prédikun (byrjaði a personulegum nótum- með tenginu til við Seyðisfjörð).

Kirkjugestir voru vel yfir 100, heimafólk, brottfluttir Seyðfirðingar og sveitungar ofan af Héraði og víðar.

Sóknarnefndin samþykkti síðasta haust að skipa afmælisnefnd til að standa að viðburði af tilefni þessara tímamótaó og frá áramótum hefur nefndin verið að hittast og skipuleggja, auk hátiðarmessunnar stendur til að  hafa sérstaka barnahátíð á fyrsta sunnudegi aðventu og mynda- og sögusýningu um miðjan desember. Formaður afmælisnefndar er Arnbjörg Sveinsdóttir. Formaður sóknarnefndar og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson.

Viðstöddum var boðið að þiggja kaffiveitingar í félagsheimilnu Herðubreið að messu lokinni. Þar flutti formaður afmælisnefndar ávarp og einnig formaður sóknarnefndar og Guðrún Adela Salberg Danjálsdóttir flutti nokkur lög.

 

Nú fer fram söfnun fyrir hljóðkerfi í kirkjuna, tekið er á móti frjálsum framlögum á bankareikning;  0176 – 26 – 745,  kennitala 560269-4209