Seyðisfjarðarkirkja:
Sunnudaginn 6.október er haustroðamessa kl 11. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir söng. Hlín Pétursdóttir Behrens er organisti og prestur sr. Sigríður Rún.
Sunnudagaskóli í safnaðarheimili á sama tíma. Umsjón hafa Ísold Gná og fermingarbörn.
Hressing og samfélag í safnaðarheimili eftir stundina.
Vallaneskirkja:
Laugardaginn 5. október verður dagskrá um prestinn og skáldið Stefán Ólafsson í tilefni 50 ára afmælis Egilsstaðakirkju. Málþing í Vallaneskirkju Kl. 10:00 – 12:00. Erindi flytja: Gunnar Kristjánsson, Katelin Parsons, Kristján B. Jónasson og Margrét Eggertsdóttir. Hádegishlé í Asparhúsinu. Stefánsvaka í Vallaneskirkju kl. 13:00-14:00. Kvöldvökuhópur Upphéraðs fer yfir lífshlaup skáldsins með leiklestri og söng. Öll velkomin og enginn aðgangseyrir. Málþinginu verður streymt á Youtube-rás Skriðuklausturs. Að dagskránni standa: Egilsstaðakirkja, Gunnarsstofnun, Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Móðir Jörð með stuðningi frá Múlaþingi og Uppbyggingarsjóði Austurlands.
Egilsstaðakirkja:
Laugardaginn 5. október kl. 17:00: „Hvar er krossinn?“ Rómantískur söngleikur í þremur hlutum. Sýndur í tilefni af 50 ára afmæli kirkjunnar. Fram koma: Stefanía Þórdís Vídalín, András Kerekes. Margrét Lára Þórarinsdóttir, Árni Friðriksson. Guðrún Sóley Guðmundsdóttir, Broddi B. Bjarnason. Englakór Möggu Láru. Kór Kirkjusmiða. Leikstjóri: Sándor Kerekes. Ókeypis aðgangur í boði styrktaraðila afmælisárs Egilsstaðakirkju.
Sunnudagaskóli í kirkjunni alla sunnudaga kl. 10:30.
Hádegisbæn í Safnaðarheimili alla þriðjudaga kl. 12:00.