Leiðtogaskólinn er á vegum ÆSKA, æskulýðssambands kirkjunnar á Austurlandi.
Leiðtogaskólinn er tveggja ára ára nám fyrir unglinga í 9. og 10. bekk og 1. ári í framhaldsskóla sem eru virk í æskulýðsstarfi kirkjunnar og hafa áhuga á vera leiðtogar.
Veturinn 2023-2023 verður A-hlutinn kenndur, en það skiptir ekki máli hvort A eða B hluti er tekinn á undan. Kennt er í tveimur helgarsamverum þetta starfsárið.
Meðfram náminu er ætlast til að þátttakendur séu sjálfboðaliðar barnastarfi í sínum kirkjum (sunnudagskóla , 6-9 ára eða TTT).
Fyrir hvorn vetur fá þau útskriftarskírteini og er hægt að vísa á leiðtoga í kirkjunni eða skólastjóra Leiðtogaskólans vegna meðmæla þegar sótt er um vinnu eða skóla. Þau sem klára og fá útskriftarskírteinið geta fengið Leiðtogaskólann metinn til eininga í framhaldsskóla.
Kostnaður vegna leiðtogaskólans er 40.000 kr fyrir veturinn, þátttakendur greiða sjálfir 5.000kr en kirkjan greiðir 8.000 kr fyrir hvern nemanda og ÆSKA það sem eftir stendur. Ferðir eru ekki innifaldar í verðinu og þurfa því þátttakendur að bera kostnað af ferðum til Eiða og heim aftur sjálf.
Þátttakendur í Leiðtogaskólanum eru af öllu Austurlandi og verður fyrsta samvera vetrarins á Eiðum í nóvember 2022.
Það er mætingarskylda í Leiðtogaskólann, en það getur alltaf eitthvað komið upp á, en mæting má ekki fara undir 80% þessa tvo vetur til að útskrifast. Ef mætingu er ekki náð er hægt að ræða við prestinn í hverju prestakalli fyrir sig og fundin góð lausn á málunum.
Fyrri helgin verður 11.-13. nóvember 2022 í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum og sú seinni 10.-11. febrúar 2023 á sama stað.